Söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna

Hagnaður af sölu þeirra telst vera mismunur á söluverði annars
vegar og stofnverði þeirra að frádregnum áður fengnum
fyrningum hins vegar. Söluverð eigna er heildarandvirði þeirra að
frádregnum beinum kostnaði við söluna. Stofnverð eigna telst
kaup- eða framleiðsluverð þeirra ásamt kostnaði sem á eignirnar
fellur en að frádregnum afsláttum, skaðabótum og eftirgjöfum
skulda. Á móti skattskyldum hagnaði vegna sölu þessara eigna
er heimilt að fyrna aðrar fyrnanlegar eignir um fjárhæð sem
nemur hinum skattskylda hagnaði. Eigi skattaðili ekki eignir, sem
hann getur fyrnt á þennan hátt getur hann frestað skattlagningu
á söluhagnaði um tvenn áramót, enda afli hann sér eigna sem
hann getur fyrnt innan þess tíma. Ef eigna er ekki aflað innan
tilskilins tíma tekjufærist söluhagnaðurinn á öðru ári frá því hann
myndaðist að viðbættu 10% álagi. Fyrning eða frestun söluhagnaðar kemur því aðeins til greina að yfirfæranleg rekstrartöp hafi
verið jöfnuð.

Hafðu samband

Ef þú ert að leita að traustum aðila fyrir bókhaldið þitt, þá erum við til staðar fyrir þig. Sendu okkur fyrirspurn á  við svörum þér um hæl.