Umsagnir viðskiptavina

Við leggjum kapp á að veita persónulega og góða þjónustu. Ekki bara taka mark á okkar orðum, sjáðu hvað viðskiptavinirnir hafa um okkur að segja.
Þjónusta Bók&Laun hefur reynst okkur ómetanleg. Við getum einbeitt okkur að þróun hugbúnaðar og þjónustu við okkar viðskiptavina og getum verið vissir um að viðskiptavinir fá reikninga á réttum tíma og starfsmenn launin sín.

Hjörvar Hermannsson

Frkvstj. Smartmedia

Samstarf okkar við Bók&Laun hefur verið afskaplega farsælt. Bók & Laun hefur hjálpað okkur við að koma góðu umhaldi í rekstri með mörg þúsund skuldunauta og veitt dýrmæta ráðgjöf.

Jón A. Gunnlaugsson

Frkvstj. Greitt

Ellen fær mín bestu meðmæli enda er hún einstaklega fær, vandvirk og áreiðanleg.
Hún hefur annast bókhald á mínum vegum fyrir Blátt áfram forvarnarverkefni í áraraðir og allt hefur það staðist fyllilega.

Sigríður Björnsdóttir

Sálfræðingur og verkefnastjóri

Ellen hjá Bókhalds- og launaþjónustunni var bókari Blátt áfram þegar þau samtök sameinuðust við Barnaheill. Ellen sá um uppgjör á bókhaldi Blátt áfram fyrir sameininguna og hefur verið okkur innan handar við upplýsingagjöf og lokafrágang á bókhaldi Blátt áfram. Ég gef henni mín allra bestu meðmæli, öll hennar vinna er óaðfinnanleg og hún er einstaklega fljót og fagleg að bregðast við fyrirspurnum.

Erna Reynisdóttir

Framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

Ég hef unnið með Ellen í rúman áratug og fær hún mín bestu meðmæli. Áreiðanleg, samviskusöm og einstaklega þægileg í samskiptum. Hún hefur mikla reynslu í að sjá um bókhald fyrir fyrirtæki og einstaklinga, annast launaútreikning, skila á launatengdum gjöldum, virðisaukaskatt, samskipti við Skattinn, o.s.frv. Allt það sem þarf til að bókhaldið og launin séu í topp málum.

Ágúst Kristinsson

Löggiltur endurskoðandi

Má bjóða þér í hópinn?

Vilt þú vera á meðal okkar ánægðu viðskiptavina? Einfaldlega hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert fyrir þig.
Hafa samband