Um okkur

Bókhalds- og launaþjónustan ehf er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Ellenar Blomsterberg og Einars Sigurðssonar auk þess sem sonur þeirra Einar Ólafur mun einnig vera innan handar við ýmis verkefni.

Ellen hefur starfað við bókhald frá 1989 og er því með áratuga reynslu á öllum sviðum bókhalds, stórum og litlum.  Hún hefur einnig tekið að sér tímabundin verkefni við endurskipulagningu bókhalds og reksturs fyrirtækja og aðstoðað við rekstraráætlanir og sjóðstreymi.  Auk áratuga reynslu er hún viðurkenndur bókari.

Einar Sigurðsson hefur starfað við launavinnslu í stórum og litlum fyrirtækjum í fjölda ára og hefur sérstaklega góða þekkingu á H-launum auk annarra launakerfa og tímaskráningarkerfa.  Hann hefur einnig setið námskeið fyrir jafnlaunavottun og hefur sérhæft sig í gerð launagreininga tengt henni.

 
  • Bókhald
  • Rekstraráætlun
  • Sjóðstreymi
  • Launavinnslur
  • Jafnlaunavottun
  • Milli- og ársuppgjör