Launavinnsla

Við bjóðum upp á launaútreikning ásamt skilum á skilagreinum vegna lífeyrissjóðsgjalda, stéttarfélagsgjalda, staðgreiðslu skatta og launamiða. Þjónustan er skilvirk og góð, byggð á áratuga reynslu.

Útreikningur launa

Við reiknum launin, sendum launþega launaseðla rafrænt eða á pappír og sjáum um millifærslu launa sé þess óskað. Færsluskjal og eða færsluskrá fyrir bókhald er sent til þess aðila sem sér um bókhaldið.

Skýrsluskil til skattsins

Sendum skilagreinar staðgreiðslu, tryggingagjalds, meðlags og skatta til skatttyfirvalda og sjáum um millifærslu sé þess óskað.

Skilagreinar til lífeyrissjóða og stéttarfélaga

Sendum lífeyrissjóðum og stéttarfélögum skilagreinar og sjáum um millifærslu sé þess óskað.

Launamiðar

Í árslok eru útbúnir launamiðar og þeir sendir skattyfirvöldum og launþegum. Ef viðskiptavinurinn færir sjálfur fjárhagsbókhald sitt sendum við honum dagbókarskrá yfir launavinnslur annað hvort til innsláttar eða í rafrænu formi til innlestrar.

Bóka þjónustu