Jafnlaunavottun

Bók og laun sérhæfir sig í greiningu á launagögnum í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012. Við framkvæmum launagreiningar fyrir jafnlaunavottun og útbum ákvarðanalíkön fyrir launaákvarðanir.
 • 1
  Greining

  Fyrsta skrefið í jafnlaunavottun er að gera úttekt á störfum og núverandi launum

 • 2
  Ferlar og skjölun

  Næsti áfangi er marka stefnu og skjala hana

 • 3
  Áætlun

  Hrinda áætlun um breytingar í gegn og að undirbúa fyrir úttekt

Hvað er jafnlaunavottun og hvernig hefur hún áhrif á mitt fyrirtæki ?

Jafnlaunastaðallinn er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi. Á grundvelli hans geta fyrirtæki og stofnanir fengið jafnlaunavottun. Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.10/2008. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012 er hægt að nálgast hjá Staðlaráði Íslands.

Faggiltur vottunaraðili metur hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt og séu þau uppfyllt veitir hann viðkomandi fyrirtæki eða stofnun jafnlaunavottun.

Viltu vita meira?

Ef þig vantar aðstoð við að greina launagögnin þá getum við hjálpað. Við gerum úttekt á upphafsstöðunni og veitum ráðgjöf varðandi innleiðingu.
Hafðu samband